Lög ESB bakvið luktar dyr

Um 72 prósent af lögum Evrópusambandsins eru samþykkt í fyrstu umræðu sem þýðir að embættismenn ásamt fáeinum þingmönnum á Evrópuþinginu afgreiða málið. Í Danmörku er umræða um að lýðræðishallinn í Evrópusambandinu sé orðinn slíkur að ekki verði við unað.

Danski þingmaðurinn Peter Juul Larsen hvetur Evrópunefnd danska þingsins að setja á dagskrá lýðræðishallann í Evrópusambandinu. Krafan um skilvirkni við lagasetningu hefur orðið til þess að lýðræðisleg aðkoma kjörinna þingmanna áð lagasetningu Evrópusambandsins þrengist stöðugt.

Sjá nánar umfjöllun Informasjon.