Maastricht-skilyrðin koma fyrst og síðan ERM II

Ferenc Karvalits, aðstoðarseðlabankastjóri Ungverjalands, sagði á ráðstefnu um efnahagsmál í vikunni að Ungverjar ættu aðeins að gerast aðilar að ERM II, undirbúningsferlinu fyrir upptöku evrunnar, þegar það væri alveg ljóst að þeir væru við það að uppfylla skilyrðin sem sett eru fyrir upptöku hennar og kennd hafa verið við Maastricht. Seðlabanki Póllands sendi frá sér skýrslu sl. þriðjudag þar sem m.a. kemur fram að bankinn mæli ekki með inngöngu Póllands í ERM II á meðan núverandi efnahagsástand er til staðar. Frá þessu var greint á ungverska viðskiptafréttavefnum Portfolio.hu í gær.

M.ö.o. mæla hvorki Seðlabankar Ungverjalands né Póllands með því að ríkin tvö fari inn í ERM II fyrr en ljóst sé að skilyrðum þess að taka upp evruna verði mætt. Hér á landi hefur því verði haldið fram af mörgum stuðningsmönnum inngöngu í Evrópusambandið að sækja þyrfti um slíka inngöngu sem fyrst svo komast mætti í ERM II sem myndi stuðla að því að Ísland næði sér á strik aftur efnahagslega. Ljóst er að sá málflutningur kemur engan veginn heim og saman við afstöðu seðlabanka Póllands og Ungverjalands.

Heimild:
Hungary should not rush into anteroom for euro zone – rate-setter Karvalits (Portfolio.hu 18/02/09)