Málstofa Verkmenntaskóla Austurlands – 23. febrúar

Þann 23. febrúar hélt Verkmenntaskóli Austurlands málstofu um mögulega ESB-aðild Íslands. Á fimmta tug fundargesta voru á staðnum og voru spurningar mjög ígrundaðar og góðar. Gunnlaugur Snær Ólafsson, starfsmaður Heimssýnar, og Brynja Haldórsdóttir, úr Ísafold – félagi ungs fólks gegn ESB-aðild, voru meðal frummælenda.

Einnig voru tveir frummælendur frá Já-Ísland á staðnum og voru umræður líflegar. Kom skýrt í ljós að loforð um lægri vexti og ódýrari matvæli aðildarsinna féllu í grýttan jarðveg meðal nemenda og annarra gesta. Augljóst er að ungt fólk er mjög upplýst um kosti og galla ESB aðildar og virtist vera gífurlegur áhugi fyrir því að stofna félag gegn ESB aðild við skólann.