Meiri efnahagssamdráttur á evrusvæðinu en í Bandaríkjunum

Efnahagssamdráttur var meiri á evrusvæðinu (þeim ríkjum Evrópusambandsins sem nota evru sem gjaldmiðil) en í Bandaríkjunum á síðasta fjórðungi ársins sem leið. Þetta kemur fram í gögnum sem Eurostat, hagstofa sambandsins, gaf út í gær. Samdrátturinn nam hálfu öðru prósenti á evrusvæðinu á þessum tíma, en einu prósenti vestan hafs. Þessar tölur eru taldar hnekkja staðhæfingum forystumanna í Evrópusambandsríkjunum um að efnahagserfiðleikar séu ekki eins alvarlegir í evruríkjunum og í Bandaríkjunum.

Heimild:
Samdráttur meiri í Evrópu en BNA (Rúv.is 14/02/09)