Meirihluti Dana vill ekki evru í stað dönsku krónunnar

Meirihluti Dana er andvígur því að skipta út dönsku krónunni fyrir evru samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar fyrir danska dagblaðið Jyllands-Posten og birtar voru í gær. 45,2% sögðust vilja halda í krónuna á meðan 43,6% sögðust vilja taka upp evru í hennar stað. 11,1% sögðust ekki hafa myndað sér skoðun á málinu. Þetta er í samræmi við fyrri kannanir á þessu ári.

Danir höfnuðu evrunni í þjóðaratkvæði árið 1999 og hefur núverandi ríkisstjórn Danmerkur lýst yfir vilja til þess að láta kjósa aftur um málið. Nýr forsætisráðherra landsins hefur þó lýst því yfir að ekki verði farið út í það nema öruggt væri að upptaka evrunnar yrði samþykkt.

Heimild:
Majority of Danes oppose joining euro: new poll (Eubusiness.com 14/05/09)