Meirihlutinn vill draga ESB-umsóknina tilbaka

Meirihluti landsmanna vill draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu tilbaka, samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir Heimssýn.

Spurningin var eftirfarandi: ,,Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú að Ísland dragi til baka umsókn sína um aðild að Evrópusambandinu?“

51,0 prósent sögðust hlynnt því að umsóknin yrði dregin tilbaka.

10,5 prósent sögðust hvorki hlynnt né andvíg

38,5 prósent sögðust andvíg því að umsóknin yrði dregin tilbaka.

Könnunin var gerð 16. til 23 júní. Fjöldi svarenda var 820.