Mikill meirihluta vill draga ESB-umsóknina til baka

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent vann fyrir hugveituna Andríki og birt var í dag vilja 57,6% landsmanna draga umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið til baka en aðeins 24,3% vilja halda henni til streitu. Ef aðeins er miðað við þá sem tóku afstöðu með eða á móti eru rúm 70% á því að hætta eigi við umsóknina. Þetta er sama hlutfall og myndi hafna inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt könnun sem Capacent vann fyrir Samtök iðnaðarins í febrúar og birt var í byrjun mars.

Ljóst er á ítrekuðum skoðanakönnunum að enginn vilji er á meðal þjóðarinnar til þess að ganga í Evrópusambandið eða halda aðlögunarferlinu að sambandinu áfram.

Heimild:
Meirihluti vill draga umsókn um aðild til baka (Mbl.is 14/06/10)