Mikill meirihluti Breta vill ekki evruna

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun í Bretlandi eru 65% kjósenda þar í landi andsnúnir því aðleggja niður breska pundið og taka upp evru í staðinn, 21% er því fylgjandi og 27% eru ekki viss. Sé aðeins miðað við þá sem taka afstöðu með eða á móti eru rúmlega 75% andvíg upptöku evrunnar í Bretlandi en tæpur fjórðungur hlynntur. Þess má geta að Bretar hafa aldrei viljað evruna samkvæmt skoðanakönnunum.

Í sömu könnun var spurt um stuðning við það að færa völd yfir fleiri málaflokkum til ESB, s.s. í innflytjendamálum, dómsmálum, varnarmálum, umhverfismálum og bankamálum, og sögðust 65% andvíg því, 18% hlynnt og 17% tóku ekki afstöðu með eða ámóti.

Heimild:
Warning as Libs lead poll race (Thesun.co.uk 19/04/10)