Mikill meirihluti gegn inngöngu í ESB samkvæmt nýrri skoðanakönnun

Enn ein skoðanakönnunin hefur nú verið gerð sem sýnir mikinn meirihluta Íslendinga andvígan því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Samkvæmt könnuninni eru 54% andvíg inngöngu í sambandið en minna en þriðjungur henni hlynntur eða 29%. 17% tóku ekki afstöðu. Sé aðeins miðað við þá sem tóku afstöðu með eða á móti eru 65% andsnúin inngöngu en 35% henni hlynnt.

Þetta er þriðja skoðanakönnunin í röð sem sýnir mikinn meirihluta Íslendinga andvíg inngöngu í Evrópusambandið. Hér að neðan má sjá niðurstöður þessara þriggja kannana bornar saman:

Capacent 4. ágúst: 
Nei 48,5%
Já 34,7%

Capacent 15. september: 
Nei 50,2% 
Já 32,7%

Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Bifröst 5. nóvember:
Nei 54%
Já 29%

Skoðanakönnunin var gerð fyrir Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Bifröst fyrir Stöð 2 og var framkvæmd dagana 26. september til 4. október. Úrtakið var 859 manns og var svarhlutfallið 65%.

Heimild:
Könnun: ESB yrði kolfellt í kosningum (Vísir.is 05/11/09)