Mikill meirihluti Norðmanna enn andvígur aðild að Evrópusambandinu

Fleiri Norðmenn eru nú á móti Evrópusambandsaðild en voru þegar aðild var síðast hafnað í Noregi árið 1994 samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir norska dagblaðið Aftenposten. Af þeim sem taka afstöðu eru 55% Norðmanna andvíg aðild samkvæmt könnuninni en 45% henni hlynnt. Í þjóðaratkvæðinu 1994 höfnuðu 52,2% aðild en 47,8% samþykktu hana. Meirihluti Norðmanna hefur nú verið andsnúinn Evrópusambandsaðild allar götur síðan Frakkar og Hollendingar höfnuðu fyrirhugaðri stjórnarskrá sambandsins í byrjun sl. sumars.

Heimild:
Fortsatt flertall mot EU (Nationen 15/03/06)