Norðmenn sem fyrr andsnúir inngöngu í ESB

Mikill meirihluti Norðmanna er áfram andsnúinn inngöngu í Evrópusambandið samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir norska ríkisútvarpið NRK eins og verið hefur í hverri einustu könnun sem gerð hefur verið í Noregi síðan árið 2005. 55% segjast nú andvíg inngöngu í sambandið en einungis 32,2% eru því hlynnt. 12,7% eru óákveðin.

Í samtali við NRK sagði Heming Olausen, formaður norsku samtakanna Nei til EU sem hafna inngöngu í ESB, að sífellt fleiri hafi efasemdir um slíka inngöngu í Noregi. Normenn séu fegnir því að vera ekki með evruna sem gjaldmiðil.

Heimild:
55% Norðmanna andvígir aðild að ESB-32,2% fylgjandi (Evropuvaktin.is 12/05/10)