Ný framkvæmdastjórn Heimssýnar

Á stjórnarfundi Heimssýnar 11. þessa mánaðar var lokið við að kjósa nýja framkvæmdastjórn samtakanna. Hún er nú þannig skipuð: Formaður er Jón Bjarnason og varaformaður er Jóhanna María Sigmundsdóttir, en þau voru kjörin sérstaklega á nýlegum aðalfundi Heimssýnar. Ritari var svo kjörin Halldóra Hjaltadóttir og gjaldkeri Erna Bjarnadóttir. Aðrir í framkvæmdastjórn voru kjörin: Stefán Stefánsson, Ásdís Helga Jóhannesdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Ásgeir Geirsson og Ólafur Hannesson. Varafulltrúar í framkvæmdastjórn voru kjörin: Guðni Ágústsson, Gunnlaugur Ingvarsson, Haraldur Ólafsson, Ívar Pálsson, Kristinn Dagur Gissurarson, Ragnar Arnalds, Sif Cortes, Sigurður Þórðarson, Styrmir Gunnarsson, Þollý Rósmundsdóttir og Þorvaldur Þorvaldsson.

Heimssýn hefur nú flutt aðsetur sitt og er skrifstofa samtakanna nú í Ármúla 6, 108 í Reykjavík.