Nýr formaður Heimssýnar

AsmundurÁsmundur Einar Daðason, alþingismaður, var á aðalfundi félagsins kosinn formaður. Ragnar Arnalds ákvað að sækjast ekki eftir formannsembætti Heimssýnar eftir 7 ára setu, eða frá stofnun félagsins. Nýr varaformaður er Heiðrún Lind Marteinsdóttir, lögfræðingur. Á fundinum var jafnframt ný stjórn kosin og ný lög sett.

Fleiri aðalfundarfréttir munu birtast hér á vefnum á næstu dögum. En við minnum á að fréttir eru einnig birtar á Facebook síðu félagsins: http://facebook.com/heimssyn