Nýtt þorskastríð verður háð í Brussel

Nýtt þorskastríð er framundan fyrir Íslendinga að sögn skoska dagblaðsins The Inverness Courier sem að þessu sinni verður háð í fundarherbergjum í Brussel en ekki á hafi úti. Ástæðan er umsókn íslenskra stjórnvalda um inngöngu í Evrópusambandið og sú staðreynd að ríki framselja yfirstjórn sjávarútvegsmála sinna til sambandsins þegar þau ganga í það.

Segir í skoska dagblaðinu að sjávarútvegsurinn verði vafalítið hindrun í inngönguferli Íslands enda séu fiskimiðin við Ísland eins mikilvæg fyrir íslenskt efnahagslíf og þau hafi alltaf verið og það að þurfa að opna þau fyrir fiskiskipum frá ríkjum innan Evrópusambandsins valdi Íslendingum miklum áhyggjum. Það sé táknrænt að eini íslenski ráðherrann sem greitt hafi atkvæði gegn umsókninni sé ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála.

Fram kemur í blaðinu að skoskir sjómenn og útgerðarmenn, sem lengi hafa haft horn í síðu fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, ætli að fylgjast grannt með því hvernig Íslendingum reiðir af í viðræðum um sjávarútvegsmál vegna inngöngu í sambandið. Haft er eftir Struan Stevenson, þingmanni Skoska íhaldsflokksins, að gefi Evrópusambandið Íslandi eitthvað eftir frá sameiginlegu sjávarútvegsstefnu sambandsins muni Bretar krefjast þess sama.

Heimildir:
Next ‘Cod War’ will be fought in Brussels (Inverness-courier.co.uk 18/08/09)
Nýtt þorskastríð háð í Brussel (Fréttablaðið 29/08/09)

Tengt efni:
Íslendingar geta ekki setið einir að fiskimiðum sínum
Evrópusambandið styrkir útgerðir sem stunda ofveiði
Segir Íslendinga þurfa að gefa eftir kvóta til evrópskra sjómanna
Spánverjar ætla sér að komast í íslensk fiskimið
Viðurkennir að yfirráðin yfir fiskimiðunum töpuðust
Íslenskar auðlindir mikilvægar fyrir ESB
Trúa Íslendingar á jólasveininn?!?
„Ekki gera sömu mistök og við gerðum!“
Evrópusambandið hefur lokaorðið