Ójafn leikur – ESB setur reglurnar

Viðræður fulltrúa Evrópusambandsins og Íslands minna á glímukappa sem tipla á tánum í kringum hvorn annan. Þó er sá munur á að viðræðunefndir Íslands og ESB eru ekki leita að taki til að fella andstæðinginn heldur að smugu til að halda viðræðum áfram í samræmi við leikreglur annars aðilans.

Til marks um þetta er frétt í RÚV að kvöldi 17. október. Þar er annars vegar sagt frá því að tveir samningakaflar verði opnaðir í aðildarviðræðum Íslands og ESB í vikunni. Stefán Haukur Jóhannesson, formaður íslensku viðræðunefndarinnar, segi þó ekkert um að semja og því verði köflunum jafnvel lokað strax. Kaflarnir fjalli annars vegar um frjálsa för fólks á innri markaði ESB og um hugverkaréttindi. Þetta séu kaflar sem falli alfarið undir EES samninginn þannig að Íslendingar séu búnir að taka yfir alla löggjöf ESB á þessum tveimur sviðum.

Hinn liður fréttarinnar er um að ESB telji Ísland ekki í stakk búið til að hefja viðræður um byggðamál og vilji „tímasetta áætlun um innleiðingu byggðastefnu sambandsins“ áður en viðræður hefjist. Hvað felst í þessu? Krafa um aðlögun af hálfu ESB. „Tímasett áætlun“ jafngildir kröfu um aðlögun.

Þetta skrifar Björn Bjarnason í leiðara sínum á Evrópuvaktinni, og má finna leiðaran hér.