Olli Rehn: Spil ESB liggja nú þegar á borðinu

Olli Rehn, stækkunarkommissar Evrópusambandsins, var m.a. spurður að því í viðtali við Morgunblaðið í gær 10 september hvort sambandið myndi ekki sýna á spilin sín og gefa upp hvað væri í boði af hálfu þess þegar viðræður um inngöngu Íslands hæfust. Svar Rehn var einfaldlega á þá leið að Evrópusambandið hefði þegar sýnt á spilin. Það lægi fyrir hvað sambandið hefði upp á að bjóða enda væri regluverk þess og meginreglur öllum aðgengilegar.

Skemmst er frá því að segja að þetta hafa sjálfstæðissinnar alltaf bent á. Það væri í besta falli blekking að halda því fram að sækja þyrfti um inngöngu í Evrópusambandið til þess að komast að því hvað slík innganga hefði í för með sér fyrir Íslendinga. Það lægi að langstærstu leyti eða jafnvel að öllu leyti fyrir og mikið meira en nóg til þess að hægt sé að taka afstöðu til þess hvort fýsilegt væri fyrir Ísland að verða hluti sambandsins.

Heimild:
Olli tekur ESB-Mogga í kennslustund (Amx.is 10/09/09)

Tengt efni:
Hefur Ísland tekið yfir meirihluta löggjafar ESB?
Norðmenn sækja ekki um inngöngu í ESB
Íslendingar varaðir við ESB-aðild
Meirihluti Íslendinga andvígur inngöngu í Evrópusambandið
Össur viðurkennir að Íslendingar þurfi ekki á ESB að halda
Mat á ESB-umsókn Íslands gæti tekið meira en ár
Kostar umsóknarferlið að ESB yfir 10 milljarða króna?