Opinn fundur Herjans og Ísafoldar

Ísafold félag ungs fólks gegn ESB – aðild í samstarfi við Herjan félag stúdenta gegn ESB – aðild auglýsir málfund um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá, nánar tiltekið 110. grein um framsal ríkisvalds og 111. gr um þjóðréttarsamninga. Fundurinn verður haldinn föstudaginn nk. 12. október í stofu 205 Lögbergi frá kl. 12:25 – 13:25.

Gestir í pallborði verða Ólafur Egill Jónsson lögfræðingur, Ómar Ragnarsson fréttamaður og stjórnlagaráðsfulltrúi, Gunnlaugur Snær Ólafsson upplýsingafulltrúi Heimssýnar og Pétur Gunnlaugsson stjórnlagaráðsfulltrúi og útvarpsmaður á Útvarpi sögu.

Fundarstjóri verður Brynja Halldórsdóttir laganemi og fv. formaður ÍsafoldarFundurinn verður haldinn í stofu 205 í lögbergi.

Allir Velkomnir