Opinn stjórnarfundur Heimssýnar

Á morgun, miðvikudaginn 4. febrúar, verður haldinn opinn stjórnarfundur Heimssýnar um stöðuna í Evrópusambandsmálunum hér heima og erlendis, ekki hvað síst í ljósi nýafstaðinna kosninga í Grikklandi.

Sérstakur gestur fundarins er Hörður Kristjánsson, ritstjóri Bændablaðsins.

Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu og hefst klukkan 20.

Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum Heimssýnar.