Ragnar Sær til starfa hjá Heimssýn

Ragnar Sær Ragnarsson hefur verið ráðinn til Heimssýnar til að hafa umsjón með daglegum rekstri samtakanna. Ragnar Sær var þar til nýlega framkvæmdastjóri hjá THG arkitektum en var þar áður framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Bláskógabyggðar. Ragnar Sær er varaborgarfulltrúi í Reykjavík þar sem hann er búsettur og stundar meistaranám í opinberri stjórnsýslu og stjórnun við Háskóla Íslands. Ragnar er kvæntur Unni Ágústu Sigurjónsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvö börn. Heimssýn býður Ragnar velkominn til starfa.