Rök Péturs H. Blöndal fyrir nei við Icesave

Eftirfarandi eru rök Péturs H. Blöndal þingmanns Sjálfstæðisflokksins fyrir þeirri afstöðu að segja nei við Icesave-samningunum sem verða bornir undir þjóðaratkvæði laugardaginn 9. apríl

Rök 1. Hvers vegna greiddu Bretar og Hollendingar út Icesave án samráðs við Íslendinga. Þeir þurftu þess ekki. Jú, þeir óttuðust áhlaup á banka í löndum sínum (sem hefði getað farið um alla álfuna) ef það hefði frést að innistæðueigendur væru að tapa innistæðum sínum. Þeir gerðu það til að halda uppi trausti á bankakerfið. Og senda svo íslenskum skattgreiðendum reikninginn.

Við eigum að borga fyrir traust á erlendum bönkum!!

Rök 2: Hvers vegna fóru Bretar og Hollendingar ekki í mál við Íslendinga strax í byrjun í stað þess að kúga okkur með hryðjuverkalögum, AGS og svo lánveitingum til okkar.

Jú, sérfræðingar þeirra hafa fyrir löngu komist að því að þeir stæðu þar mjög höllum fæti.

2.a. Svona málaferli mega ekki eiga sér stað vegna þess að:
Ef við vinnum (sem ég tel mjög líklegt (meira en 70%??)) þá er dugar innistæðutryggingakerfi Evrópu ekki neitt. Innistæður eru ekki tryggðar. Afleiðing gæti verið áhlaup á banka.
Ef við töpum (litlar líkur) þá er ríkisábyrgð á innistæðum og bankar geta farið að vísa í það og hegða sér óábyrgt. Það má ekki segja beint út.

2. b. Ef við vinnum (meira en 70% líkur) þá borgum við ekki krónu (eða pund eða evru), endurheimtum heiður okkar um allar jarðir og getum sagt að við höfðum aldrei átt að borga og að þetta sé dæmi um kúgun og ofbeldi.

2. c. Ef við töpum (sem alltaf er bent á sem eina kost af „JÁ” mönnum en er ólíklegt) þá verða liðin það mörg ár að öll óvissa er farin úr dæminu. Landbankinn mun mjög líklega geta greitt allar forgangskröfur og krafa Breta og Hollendinga verður bara um vexti. Það verður mjög sérstök skaðabótakrafa og sennilega verður henni vísað frá. Ef við verðum þrátt fyrir þetta (mjög litlar líkur) dæmd til að greiða þá verður það í íslenskum krónum sem þeir verða að skipta í pund og evrur. Ef engin eru gjaldeyrishöftin á þeim tíma og þeir skipta of hratt fellur gengið og þeir fá færri evrur og pund. Svo það er þeirra hagur að gengi krónunnar haldi.