Samstaða strandríkja við N-Atlantshaf

Á heimasíðu Nei til EU er ný grein eftir Ásmund Einar Daðason formann Heimssýnar þar sem hann hvetur til samstöðu ríkjanna á Norður-Atlantshafi; Grænlandi, Íslandi, Færeyjum og Noregi gegn stórveldum sem hugsa sér til hreyfings á norðurslóðum. Ásmundur telur æskilegt fyrir þessar þjóðir að finna sér samstarfsvettvang til að verja hagsmuni sína sem um margt eru keimlíkir.

Fyrirsjáanlegt er að stórveldi eins og Bandaríkin, Rússland og Evrópusambandið munu gera sitt ýtrasta að til að fá hlutdeild í náttúruauðlindum norðurslóða sem verða aðgengilegri eftir því sem ísinn hopar. Strandríkin fyrir austan og vestan okkur eiga að vinna saman við þessar kringumstæður, skrifar Ásmundur Einar.

Hlekkur á grein Ásmundar Einars.