Samtakamátturinn er okkar styrkur

Félagar í Heimssýn eru nú að nálgast 4000 og fer ört fjölgandi. Á sama tíma og Evrópu­sambandið sjálft og stjórnvöld leggja stórar upphæðir í kynningu og áróður fyrir ESB aðild Íslands er okkar styrkur samtakamáttur almennings.

Heimssýn eru þverpólitísk samtök og í stjórn þeirra hafa frá upphafi setið fulltrúar allra stjórnmálaflokka auk manna sem eru utan flokka. Samtökin voru stofnuð 2002 og hafa frá þeim tíma haldið tugi opinna funda á hverju ári, haldið úti heimasíðum og fengið til landsins erlenda gesti.

Samtökin hafa byggt fjárhag sinn á framlögum frá einstaklingum og öðrum lögaðilum. Starf samtakanna er að stærstum rekið í sjálf­boðavinnu og gætt er fyllsta aðhalds í rekstri.

Í fjáröflun okkar munar um hverja krónu sem félagar geta látið af hendi rakna. Tekið er við fjárframlögum á reikning félagsins:

Kt. 680602­5810, banki: 0101, höfuðbók 26, reikningur 5810

Þeir sem óska eftir að fá sendan reikning eða að setja fast framlag inn á greiðslukort geta haft
samband við gjaldkera í síma 897 3374.