Segir að Þjóðverjar komi ekki evrusvæðinu til bjargar

Wolfgang Münchau, aðstoðarritstjóri Financial Times, ritar fróðlega pistla um Evrópumál í blaðið í viku hverri. Í pistli þann 4. febrúar sl. skrifaði hann m.a. að það væri erfitt að spá fyrir um það hvort evrusvæðið myndi liðast í sundur eða ekki. Hins vegar væri afar ólíklegt að Þjóðverjar væru reiðubúnir að koma svæðinu til bjargar ef á þyrfti að halda.

„Ég get ímyndað mér að ef Merkel [kanslari Þýskalands] eða Steinbrück [þýski fjármálaráðherrann] þyrftu að bjarga evrunni þá væru líkurnar á því litlar sem engar. Fjármálamarkaðirnir eru sömu skoðunar,“  skrifaði Münchau.

Heimild:
Wolfgang Münchau – Das nächste Spekulationsopfer (Ftd.de 04/02/09)