Segir Ísland ekki ganga í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð

Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur og fyrrum stjórnarmaður í Evrópusamtökunum, sagðist spá því að Ísland gengi ekki í Evrópusambandið í fyrirsjáanlegri framtíð á morgunverðarfundi sem Háskólinn í Bifröst hélt í Norræna húsinu 24. september sl. Eiríkur sagði að það gæti helst gerst ef efnahagsástandið versnaði. „Þá gætu Íslendingar í augnabliks geðveiki átt það til að segja já, en á venjulegum degi munu þeir segja nei, sagði hann.

Eiríkur hefur um árabil verið einhver helsti talsmaður Evrópusambandssinna á Íslandi og því þykja ummæli hans sérstaklega athyglisverð í því ljósi.

Heimild:
Eiríkur Bergmann: Ísland gengur ekki í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð (Amx.is 25/09/09)