Segir Íslendinga þurfa að gefa eftir kvóta til evrópskra sjómanna

„Landinu er mjög umhugað að byggja upp þorskstofnana sem eru mikilvægur þáttur í hagkerfi þess. Stofnarnir kunna að vera að ná sér á strik en það verður gríðarleg andstaða við að gefa eftir kvóta til evrópskra sjómanna í samræmi við sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna.“ Þetta er á meðal þess sem fram kemur í færslu sem Michael Berendt, fyrrum embættismaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ritaði á bloggsíðu sína 27. júlí sl. í tilefni af umsókn Íslands um inngöngu í sambandið.

Berendt segir að sjávarútvegsmálin séu jafnvel enn viðkvæmari í ljósi þess að Íslendingar stunda enn hvalveiðar en Evrópusambandið leggur blátt banmn við slíkum veiðum. Hann minnist ennfremur á að fiskimiðin við Ísland hafi ekki aðeins mikið efnahagslegt gildi fyrir Íslendinga heldur einnig tilfinningalegt eftir þorskastríðin við Breta. Berendt fer ekki fallegum orðum um sameiginlega sjávarútvegsstefnu sambandsins og segir hana einfaldlega hörmulega.

Berendt fjallar síðan um möguleika Íslendinga á að taka upp evru og segir mjög á brattan að sækja í þeim efnum og jafnvel erfiðara en fyrir Ungverjaland og Eystrasaltslöndin sem gengu í Evrópusambandið árið 2004 og hefur síðan gengið afar erfiðlega að uppfylla skilyrði þess að taka upp evru.

Heimild:
Iceland’s path to EU membership may be a rocky one

Tengt efni:
Spánverjar ætla sér að komast í íslensk fiskimið
Viðurkennir að yfirráðin yfir fiskimiðunum töpuðust
Íslenskar auðlindir mikilvægar fyrir ESB
Trúa Íslendingar á jólasveininn?!?
„Ekki gera sömu mistök og við gerðum!“
Evrópusambandið hefur lokaorðið