Sjálfstæðisflokkurinn krefst þess að ESB-umsóknin verði dregin til baka

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti í dag stjórnmálaályktun þar sem m.a. kemur fram að flokkurinn krefjist þess að umsóknin um inngöngu Íslands í Evrópusambandið verði dregin til baka án tafar. Flutningsmaður tillögunnar var Hallgrímur Viðar Arnarsson og var hún samþykkt með afgerandi hætti. Fyrri tillögum sem ætlað var að friða minnihluta Evrópusambandssinna á landsfundinum var hins vegar hafnað.

Í stjórnmálaályktuninni segir um Evrópumál: “Sjálfstæðisflokkurinn setur fram þá skýru kröfu að umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka án tafar.” Síðar í ályktuninni segir að flokkurinn hafni vegverð ríkisstjórnarinnar inn í sambandið.

Myndband þar sem Hallgrímur flytur tillöguna má nálgast hér.

Stjórnmálaályktunina í endanlegri útgáfu má nálgast hér