Skynsemi.is vill leggja aðildarumsókn til hliðar

Hafið undirskriftaátak á vefsíðunni skynsemi.is vegna áskorunar á Alþingi. Skorað er á Alþingi að leggja aðildarumsókn í Evrópusambandið til hliðar.

Aðstandendur átaksins telja skynsamlegt að leggja aðildarumsókn til hliðar, ekki síst vegna þess hve evrópusambandið hefur tekið miklum breytingum frá því Alþingi samþykkti umsóknina. Evrópa glímir við skuldakreppu og óvissa ríkir um evruna. Einnig sýna skoðanakannanir að meirihluti landsmanna vill draga umsóknina til baka. Að svo stöddu sé því ráðlegast að leggja umsóknina til hliðar.

Heimssýn hvetur alla félagsmenn til að taka þátt í þessari áskorun.