Slóvenar þurfa að skera niður til að hjálpa Grikkjum

Stjórnvöld í Slóveníu greindu frá því í dag að þau neyðist til þess að skera niður í ríkisfjármálum landsins og taka sérstakt lán svo landið geti tekið þátt í neyðaraðstoð Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins við Grikkland. Fjármálaráðherra Slóveníu lýsti af því tilefni óánægju sinni með að slóvenska þjóðin þyrfti að taka á sig verulegan kostnað vegna aðstoðarinnar.

Neyðaraðstoðin við Grikkland hljóðar upp á samtals 110 milljarða evra á næstu þremur árum og koma 80 milljarðar frá þeim fimmtán ríkjum ESB sem nota evru sem gjaldmiðil en afgangurinn frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Slóvenar þurfa að útvega Grikkjum samtals 384 milljónir evra og þar af 144 milljónir evra á þessu ári.

Heimild:
Slóvenar þurfa lán til að hjálpa Grikkjum (Mbl.is 04/05/10)