Spægipylsuleiðin inn í ESB

Aðlögunarferlið inn í Evrópusambandið er varðað yfirlýsingum um góðan gagnkvæman vilja umsóknarríkis og Evrópusambandsins ljúka ferlinu. Þingmannanefndin frá Evrópusambandinu sem kom hingað á þriðjudag og fer í dag ætlaði að fá íslenska þingnefnd til að skrifa upp á yfirlýsingu um að viðræðurnar gangi vel, aðilar séu sammála um næstu skref og svo framvegis.

Yfirlýsingar af þessu tagi mynda smátt og smátt pólitískan veruleika sem stjórnsýslan fyllir út í með breytingar á íslenskum lögum og reglugerðum til samræmis við regluverk Evrópusambandsins.

Deilan um Icesave dregur fram að á bakvið hannaðan pólitískan veruleika eru grjótharðir hagsmunir Evrópuríkja sem munu bryðja íslenska hagsmuni mélinu smærra ef helför Jóhönnustjórnarinnar með lýðveldið til Brussel verður ekki stöðvuð í tíma.

Ef ekki hefði verið fyrir árvekni Evrópuvaktarinnar hefðu drög að yfirlýsingu fundar íslensku þingmannanna og þeirra frá Brussel verið samþykkt.

Spægipylsuleiðin inn í Evrópusambandið er heldur áfram uns umsóknin verður dregin tilbaka.