Staðfestan í afstöðunni til aðildar

Niðurstaða Capacent-Gallup könnunar fyrir Heimssýn um afstöðu þjóðarinnar til aðildar að Evrópusambandinu var send út í fréttabréfi Heimssýnar miðjan júní. Fréttin er eftirfarandi:

Í könnun sem Capacent-Gallup sögðust 57,3 prósent vera andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu en 42,7 prósent fylgjandi, séu aðeins tekin svör þeirra sem tóku afstöðu með eða á móti.
Könnunin byggir á 589 svörum við spurningunni ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)?
Heildarskipting á svörum er eftirfarandi:
Alfarið, mjög eða frekar andvíg aðild: 50,1 prósent
Hvorki hlynnt né andvíg aðild: 12,6 prósent
Alfarið, mjög eða frekar hlynnt aðild: 37,3 prósent
Könnunin mældi viðhorf til aðildar á tímabilinu mars til júní.

Aðildarsinnar telja sig á grundvelli könnunarinnar vera í stórsókn: segir Eyjan, fullyrðir Össur, kætist Já Ísland og Evrópusamtökin eru við að missa sig enda langeygir eftir jákvæðum fréttum. Þeir finna prósentutölur í öðrum könnunum, og leita helst að lægstu tölu fylgjenda til að sýna sjálfa sig í sem bestu ljósi. Aðferðafræðilega halda slík vinnubrögð ekki vatni, en hvað um það, það má alltaf setja spunavélina af stað.

Hér að neðan er tafla úr sömu könnun. Taflan sýnir staðfestuna í afstöðu fólks til Evrópusambandsaðildar. Vel innan við þriðjungur þeirra sem segjast hlynntir aðild fylla flokk ákveðnustu stuðningsmanna. Aftur er helmingur andstæðinga aðildar alfarið andvígur.

Stærsti hluti aðildarsinna samkvæmt könnuninni er hálfvolgur í trúnni, velur að auðkenna sína afstöðu með því að segjast ,,frekar hlynnt(ur)”.

Alfarið hlynnt(ur)

10,3%

Mjög hlynnt(ur)

10,8%

Frekar hlynnt(ur)

16,3%

Hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur)

12,6%

Frekar andvíg(ur)

15,4%

Mjög andvíg(ur)

10,0%

Alfarið andvíg(ur)

24,7%

Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)?

Alfarið hlynnt(ur)

10,3%

Mjög hlynnt(ur)

10,8%

Frekar hlynnt(ur)

16,3%

Hvorki hlynnt(ur) né andvíg(ur)

12,6%

Frekar andvíg(ur)

15,4%

Mjög andvíg(ur)

10,0%

Alfarið andvíg(ur)

24,7%