Steingrímur J. þvær hendur sínar af umsókninni

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG sagði skýrt og skorinort á blaðamannafundi 24. ágúst að umsóknin um aðild Íslands að Evrópusambandinu væri ekki á vegum ríkisstjórnarinnar. „Það er ekki þannig að það sé stefna þessarar ríkisstjórnar að sækja um aðild að Evrópusambandinu og þaðan af síður að ganga í Evrópusambandið.“

Af orðum formmanns annars stjórnar­flokksins má ráða að aðeins hluti af ríkisvaldinu, þ.e. sá hluti sem er á forræði Samfylkingar, standi að baki umsóknarinnar um aðild. Ætli þeir í Brussel viti af þessu?