Svíþjóð og evran fundur 23. feb

Sænski þingmaðurin Jonas Sjöstedt heldur erindi á fundi Heimssýnar miðvikudaginn 23. febrúar í hádeginu í sal 131 í Öskju við Háskóla Íslands. Fundurinn hefst kl. 12:30.

Jonas situr núna á rikisdeginum en var áður þingmaður á Evrópuþinginu. Hann beitti sér í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að Evrópusambandinu árið 1994 og aftur þegar Svíar höfnuðu evru tæpum áratug síðar. Jonas er í utanríkisnefnd ríkisdagsins og Evrópunefndar þingsins.