Vaxandi andstaða við ESB-aðild

Í könnun Capacent-Gallup fyrir Heimssýn sögðust 63 prósent vera andvíg aðild Íslands að Evrópusambandinu en 37 prósent fylgjandi, séu aðeins tekin svör þeirra sem tóku afstöðu.

Könnunin byggir á 1085 svörum við spurningunni ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)?

Nánar

Evrópuumræðan hér og í Noregi

Ný skýrsla í Noregi um samninginn um evrópska efnahagssvæðið, EES-samninginn, varpar ljósi á ólíka stöðu Evrópuumræðunnar hér á landi og í Noregi.

Skýrslan er gerð að kröfu andstæðinga aðildar Noregs að Evrópusambandinu. Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, sem kemur úr Verkamannaflokknum og er aðildarsinni, kom í veg fyrir að nefndin sem samdi skýrsluna myndi gera grein fyrir valkostum Noregs ef EES-samningunum yrði sagt upp.
Nánar

ESB í upphafi árs

Nú í upphafi ársins eru 18 mánuðir liðnir síðan naumur meirihluti Alþingis samþykkti að sækja um aðild að ESB. Í ljósi mikillar umræðu undanfarið um vanda ESB, stöðu ríkisstjórnarinnar o.fl. þá er ágætt að fara aðeins yfir í hvaða stöðu ESB umsóknin er.

Óljós framtíð evrunnar!
Öllum er ljós sá mikli vandi sem steðjar að evrusvæðinu og þeim fer fjölgandi sem telja að evran muni ekki lifa af í óbreyttri mynd. Mönnum greinir á hvort mögulegt sé að bjarga henni en flestir telja einu fræðilegu lausnina að flytja aukin völd frá aðildarríkjum til Brussel. Dæmi um það væri að taka upp hærri ESB skatta sem renna bent til Brussel og úthluta fjármunum síðan með ESB fjárlögum. Samhliða verði að stíga stærri skref í átt til Sambandsríkis Evrópu heldur en gert hefur verið. Nánar

Skynsemi.is vill leggja aðildarumsókn til hliðar

Hafið undirskriftaátak á vefsíðunni skynsemi.is vegna áskorunar á Alþingi. Skorað er á Alþingi að leggja aðildarumsókn í Evrópusambandið til hliðar.

Aðstandendur átaksins telja skynsamlegt að leggja aðildarumsókn til hliðar, ekki síst vegna þess hve evrópusambandið hefur tekið miklum breytingum frá því Alþingi samþykkti umsóknina. Evrópa glímir við skuldakreppu og óvissa ríkir um evruna. Einnig sýna skoðanakannanir að meirihluti landsmanna vill draga umsóknina til baka. Að svo stöddu sé því ráðlegast að leggja umsóknina til hliðar.

Heimssýn hvetur alla félagsmenn til að taka þátt í þessari áskorun.