Sjávarútvegsstefna ESB (CFP) verður ráðandi

„Ég tel að þau ríki Evrópusambandsins þar sem sjávarútvegur er til staðar eigi að vera undir sameiginlega sjávarútvegsstefnu sambandsins sett,“ segir Lucinda Creighton, Evrópuráðherra Írlands, spurð hvort hún telji að Ísland gæti haldið fullum yfirráðum yfir íslensku fiskveiðilögsögunni ef til inngöngu landsins í Evrópusambandið kæmi og þannig fengið undanþágu frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu þess.

Meira um þetta hér.

Makríldeilan sýnir glöggt hvers vegna ESB-aðild er glapræði

Í nýlegri orðsendingu Tómasar H. Heiðar, aðalsamningamanns Íslendinga í viðræðum um makrílveiðar, kemur fram að á undanförnum fundum hafi fulltrúar ESB aftur og aftur LÆKKAÐ tilboð sín! Fréttablaðið segir frá því í dag að ESB hafi „gert að tillögu sinni að hlutdeild Íslands yrði 8% á fundi í London í haust“ en „ESB hafi „nefnt enn hærri tölur fyrr í samningaviðræðum strandríkjanna.“ Nú hljóðar tilboð ESB upp á 6,5%! Samhliða því hótar ESB að beita Íslendinga og Færeyinga refsiaðgerðum og „ýjar að innflutningsbanni og öðrum viðskiptaaðgerðum“, segir Tómas H. Heiðar. Nánar