Sýnum andstöðu gegn ESB-aðild

Ásmundur Einar Daðasaon, formaður Heimssýnar, með sitt eintak.

Heimssýn – hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, býður nú upp á límmiða á heyrúllur sem gera það að verkum að bændur og landeigendur geta merkt rúllurnar og sett þær við vegi eða aðra áberandi staði til þess að vekja athygli á málstaðnum.

Þvermál límmiðanna er 120cm og eru þeir seldir á kostnaðarverði eða 5.000 krónur. Límmiðunum verður komið á svæði þess sem pantar, honum að kostnaðarlausu ef pantað er fyrir 15. júní.

Til þess að panta má fara á vefslóðina heimssyn.is/midar eða hringja í síma: 859-9107.