Framkvæmda­stjórn ESB setur ríkis­stjórn Ungverjalands úrslitakosti

José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB

Evrópusambandið hefur hafið málarekstur gegn Ungverjalandi vegna nýrra stjórnarskrárákvæða um dómskerfið, bankakerfið og persónuvernd. José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnarinnar, kynnti þetta á blaðamannafundi þriðjudaginn 17. janúar.

Næsta skref er að senda Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, þrjú bréf þar sem honum er kynnt ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar. Þess verður krafist að ríkisstjórnn afturkalli hin nýju ákvæði eða lagi þau að ESB-lögum. Nánar