Ballið er rétt að byrja

eftir Stefni Húna Kristjánsson, formann Ísafoldar – félags ungs fólks gegn ESB-aðild

Erfiðleikum á evrusvæðinu er hvergi nærri lokið og næstu ár munu reynast erfið ef marka má stefnumörkun Evrópusambandsins í málefnum ríkja í skuldavandræðum. Nýlega var ákveðið að veita Grikklandi björgunarlán í annað sinn og sækir því áleitin spurning á undirritaðan. Var fyrsta lánið ekki nóg og mun seinna lánið bjarga Grikklandi úr þeim ógöngum sem það er komið í? Nánar

Magnús Orri Schram telur evruna milda skuldakreppuna

Frosti Sigurjónsson

Eftir Frosta Sigurjónsson

Magnús Orri Schram þingmaður skrifaði grein í Fréttablaðið 23. febrúar til að andmæla þeirri útbreiddu skoðun að skuldakreppa evrópu sé nátengd evrunni.

“Ekki er hægt að tengja kreppuna evrunni, heldur frekar að ákveðin ríki í Evrópu standa frammi fyrir erfiðleikum meðal annars vegna óráðsíu í rekstri og skuldasöfnunar, aðgerða til bjargar bankakerfi, og verðhækkana á eignum knúðum áfram af útlánaglöðum bönkum.” Skrifar Magnús Orri. Nánar

Tálbeitan sem fáa lokkar lengur

Ragnar Arnalds

Eftir Ragnar Arnalds – birtist í MBL 16. febrúar 2012

Margir hafa verið ginnkeyptir fyrir upptöku evru. Það er skiljanlegt með hliðsjón af þeim miklu sveiflum sem verið hafa á íslensku krónunni. En fæstir hafa áttað sig á því að þegar mörg ríki sem búa við mjög mismunandi aðstæður taka upp sameiginlegan gjaldmiðil myndast fyrr en síðar háskalegt misvægi, vegna þess að sömu vextir og gengi henta ekki öllum ríkjunum. Nánar

Björgun Evrunnar?

eftir Ásgeir Geirsson, varaformann Ísafoldar – félags ungs fólks gegn ESB-aðild

Evrópusambandið einkennist nú á dögum af óstöðugleika Evrunar. Angela Merkel og Nikolas Sarkozy fremstu menn þeirra þjóðríkja sem hafa hve mest vægi þjóðríkja innan vébanda Evrusvæðisins funda á viku fresti vegna óstöðugleikans. Út frá því spyr maður sjálfan sig, hvað um hin 15 ríkin sem hafa beina hagsmuni af þessum sameiginlega gjaldmiðli meginhluta Evrópusambandsins. Bretar hafa nú þegar ákveðið að segja sig frá þeirri nefnd er snýr að sambandinu sjálfu. Þó virðist sem markaðir virði þennan óstöðugleika lítils. Hvernig má það vera? Nánar

Sérfræðingar um framtið evrunnar: Hún á enga

G. Tómas Gunnarsson skrifar

Á vefsvæði Breska blaðsins The Independent má í dag finna stutt álit ýmissa hagfræðinga og stjórnmálamanna um framtíð eurosins, undir fyrirsögninni: “The experts’ view on the euro’s future: it doesn’t have one.”

Álitin eru fengin úr greinum og viðtölum sem finna má í blaðinu (en ég gat ekki fundið á vefsvæðinu) við þekkta hagfræðinga og stjórnmálamenn. Flestir þeirra voru svartsýnir á framtíð eurosvæðisins, þó að þeir telji að Grikklandskrísan verði því ekki að falli. Þeir virðast telja hinn nýja “Mánudagssáttmála” (EFC – European Fiscal Compact) “Sambandsins” illframkvæmanlegan. Þeir tala um of harðan niðurskurð, sem hamli vexti og ekkert hafi verið gert til að leysa jafnvægis og samkeppnisvanda innan myntbandalagsins. Nánar

Martröð unga fólksins

Eftir Tómas Gunnarsson:

Um áramót mældist atvinnuleysi í eurolöndunum 10.4%. Eftir því sem mér skilst er það mesta atvinnuleysi sem hefur mælst á svæðinu síðan euroið var tekið upp. Yfir 23. milljónir manna eru án atvinnu í Evrópusambandinu. Þar er atvinnuleysið rétt um 10%. Margir hagfræðingar spá því að það verði komið í 11% um mitt þetta ár. Nánar

Evran: smíðagalli, ofurtrú eða svik? Kostir Íslands

Erindi á fundi Heimssýnar á Húsavík, 14. janúar 2012
Stefán Jóhann Stefánsson

Mér flaug í hug skipið Titanic þegar ég var að hugsa um Gjaldmiðilsbandalag Evrópu um daginn. Það er kannski ekki svo margt líkt með þessu tvennu. Og það er kannski ósanngjarnt að bera þetta saman. Samt hafa ýmsir sagt að það að ætla sér að ganga í ESB og taka upp evru væri eins og ef skipverjar á gömlu, en samt vel sjóhæfu skipi stykkju frá borði og klifruðu um borð í hið sögufræga farþegaskip,Titanic, eftir að það hafði rekist á ísjaka. Og ég hugsaði með mér: Er eitthvað líkt með þessu sögufræga skipi og þessari sögufrægu tilraun til að samhæfa peningamál í Evrópu með því að taka upp einn gjaldmiðil fyrir álfuna í stað margra?

Nánar