52% aðspurðra eru andvígir því að taka upp evru samkvæmt könnun MMR fyrir Andríki sem gerð var dagana 12. til 17. janúar sl.
Spurt var: Hversu fylgjandi eða andvígur ert þú því að Ísland taki upp evru sem gjaldmiðil landsins?
Niðurstöðurnar eru afgerandi. Aðeins 28% landsmanna eru frekar eða mjög fylgjandi því að taka upp evru. Tæp 52% eru því frekar eða mjög andvíg. Fimmtungur segist hvorki fylgjandi né andvígur. Af þeim sem afstöðu taka eru 65% andvígir upptöku evru, en 35% fylgjandi.