Andstaða gegn aðild að ESB vex meðal krata í Svíþjóð

Helgina 4.-5. maí hélt sænska nei hreyfingin (Nej till EU) landsfund sinn í Västerås rétt fyrir utan Stokkhólm. Voru mættir fulltrúar aðildarfélaga þeirra ásamt gestum frá Íslandi, Noregi, Finlandi og Danmörku. Einnig hélt hagfræðingurinn Dr. Stefan de Vylder erindi um stöðu evrunar.

Þó svo að aðild Svíþjóðar að ESB ekki hefur verið rædd í dágóðan tíma í landinu er baráttu vilji hreyfingarinnar enn fyrir hendi.Það þótti sérstakt fagnaðarefni að samtök sænskra krata gegn ESB aðild skulu vera endurvakin, en fjöldi efasemdamanna um ágæti aðild landsins að ESB hefur farið vaxandi.

Endurvakning samtaka sænskra krata gegn ESB-aðild þykir mikil tíðindi, sérstaklega í ljósi þess að flokkur krata (Socialdemokraterna) hefur ávallt verið mikill stuðningsaðili sænskrar aðildar.

Voru málefni Íslands meðal annars rædd á fundinum og vakti staða Íslands mikin áhuga fundargesta.