Bandaríkjamenn og Þjóðverjar leggja að Cameron í ESB-málum

Þjóðverjar vöktu reiði Breta fimmtudaginn 10. janúar þegar boð bárust frá stuðningsmanni Angelu Merkel kanslara um að David Cameron, forsætisráðherra Breta, ætti ekki að beita aðra„fjárkúgun“ með hótun um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB. Þetta segir frétt á vef Evrópuvaktarinnar.

Gunther Krichbaum, formaður Evrópunefndar þýska þingsins, sagði að með þjóðaratkvæðagreiðslu í Bretlandi yrði tekin mikil áhætta, atkvæðagreiðslan kynni að lama Evrópu og að kalla efnahagsvandræði yfir Breta. Nánar