Sérfræðingar um framtið evrunnar: Hún á enga

G. Tómas Gunnarsson skrifar

Á vefsvæði Breska blaðsins The Independent má í dag finna stutt álit ýmissa hagfræðinga og stjórnmálamanna um framtíð eurosins, undir fyrirsögninni: “The experts’ view on the euro’s future: it doesn’t have one.”

Álitin eru fengin úr greinum og viðtölum sem finna má í blaðinu (en ég gat ekki fundið á vefsvæðinu) við þekkta hagfræðinga og stjórnmálamenn. Flestir þeirra voru svartsýnir á framtíð eurosvæðisins, þó að þeir telji að Grikklandskrísan verði því ekki að falli. Þeir virðast telja hinn nýja “Mánudagssáttmála” (EFC – European Fiscal Compact) “Sambandsins” illframkvæmanlegan. Þeir tala um of harðan niðurskurð, sem hamli vexti og ekkert hafi verið gert til að leysa jafnvægis og samkeppnisvanda innan myntbandalagsins. Nánar