Tengsl Icesave og Evrópumálanna

Frumvarp um samþykkt nýjustu samninganna í Icesave deilunni við bresk og hollensk stjórnvöld er nú í lokaafgreiðslu á Alþingi og er búist við að umræðum um það ljúki í dag og að málið verði afgreitt af þinginu formlega á morgun með lokaatkvæðagreiðslu. Allar líkur eru á því að frumvarpið verði samþykkt. Vaxandi umræða hefur verið um málið undanfarna daga og hófst meðal annars undirskriftasöfnun s.l. föstudagskvöld á vefsíðunni www.kjosum.is þar sem þingmenn eru hvattir til þess að hafna frumvarpinu og forsetinn að vísa því til þjóðaratkvæðis verði það samþykkt á Alþingi.

Í umræðum um Icesave málið hefur ítrekað verið bent á ummæli frá forystumönnum innan ESB um að tengsl séu á milli málsins og umsóknar íslenskra stjórnvalda um aðild að sambandinu. Ganga þurfi frá Icesave málinu við Breta og Hollendinga áður en Ísland geti orðið aðildarríki ESB. Slík ummæli hafa ekki síst komið frá ráðamönnum í Bretlandi og Hollandi. Íslenskir ráðamenn hafa hins vegar viljað meina að engin tengsl séu þarna á milli. Sú spurning hefur því eðlilega vaknað hvort tilgangurinn með því að gangast undir skuldbindingar vegna Icesave sé m.a. sá að liðka fyrir aðild að ESB.

Dæmi um yfirlýsingar frá ráðamönnum innan ESB um tengsl umsóknar íslenskra stjórnvalda og Icesave málsins:

“The European Union told Iceland on Thursday that it would not be admitted into the 27-nation bloc unless it resolved differences with the Netherlands and the UK over compensation for investors in Icesave, a failed Icelandic online bank. The announcement, contained in a draft statement from European leaders at a summit in Brussels, removed some of the gloss from a simultaneous declaration that the EU was ready to start formal entry talks with Iceland. “Obligations that Iceland has with the Netherlands and the UK need to be met,” Jan Peter Balkenende, the outgoing Dutch prime minister, told reporters.”

 “EU tells Iceland to meet Icesave obligations” (Financial Times 17. júní 2010)