Þegar Bjarni Ben. hafnaði ESB

Fyrir réttum 50 árum fór fram umræða í íslensku stjórnsýslunni hvort við ættum að sækja um aðild að Evrópusambandinu, sem þá hét Efnahagsbandalag Evrópu. Tveir menn voru sérstaklega áhugasamir um aðild Íslands, þeir Jónas Haralz hagfræðingur og Einar Benediktsson síðar sendiherra. Samkvæmt Birni S. Stefánssyni tók Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og síðar forsætisráðherra af öll tvímæli og sagði Ísland ekki eiga heima sambandi meginlandsríkjanna. Umræðan um aðild Íslands að ESB er eldri en margir ætla.

Björn skrifaði nýlega grein í Bændablaðið um reynslu sína og endurbirtir á heimasíðu sinni.