Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi áfram viðræðuferlinu við ESB?

Vigdís Hauksdóttir og Höskuldur Þórhallsson, þingmenn Framsóknarflokksins, ætla ásamt fleiri þingmönnum að leggja fram tillögu til þingsályktunar í upphafi haustþings um að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort halda eigi áfram viðræðuferli Íslands við Evrópusambandið. Atkvæðagreiðslan yrði þá haldin samhliða kosningum til stjórnlagaþings þann 27. nóvember 2010.

Þetta kemur fram að grein Vigdísar og Höskuldar í Morgunblaðinu í dag – ,,Þjóðarvilji og Evrópusambandið”. Þingmennirnir segja að þingsályktunartillagan sé sáttatilraun og að hún sé lögð fram á grunni sanngirnissjónarmiða. Þar vísa þau m.a. til annars vegar að kostnaðurinn við aðlögunarferlið að ESB hlaupi á hundruðum milljóna og hins vegar að fyrir Alþingi liggi þingsályktunartillaga Unnar Brá Konráðsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, og fleiri um að draga umsóknina að Evrópusambandinu til baka. /JBL