Þýsk-frönsk þvingun á smáríki evru-svæðis

Þjóðverjar og Frakkar ætla að þvina minni ríkin í evru-samstarfinu til að samþykkja víðtæka samræmingu á efnahagssvæði evrunnar sem 17 ríki hafa sem lögeyri. Afnám verðtryggingar á laun, samræmdur lífeyrisaldur og sameiginleg skattapólitík eru meðal þeirra atriða sem þýsk-franska samstarfið vill ná fram.

Belgía, sem býr við verðtryggingu á laun, hefur andmælt áformum um sameiginlega efnahagsstjórn evru-svæðisins, Í Hollandi og Austurríki hefur verið tekið undir það sjónarmið Belga að aukin miðstýring sé ekki æskileg.

Þjóðverjum er sérstaklega umhugað að ná fram samræmdum aðgerðum til að skjóta stoðum undir evru-samstarfið. Ef Þjóðverjum verður ekki að ósk sinni er eins víst að þær kröfur verði háværari að farsælla sé að endurvekja þýska markaði en halda áfram með evru á brauðfótum.

Hér er umfjöllun Financial Times.