Stjórn Heimssýnar

 

Haraldur Ólafsson prófessor var kjörinn formaður Heimssýnar á aðalfundi félagsins sem haldinn var 1. mars 2018. Hann tók við formennsku af Ernu Bjarnadóttur sem verið hafði formaður árið á undan. Á aðalfundinum voru samþykktar ályktanir, auk þess sem Kathrine Kleveland, formaður Nei til EU í Noregi, flutti fróðlegt erindi um það hvernig EES-samningurinn dregur smám saman úr fullveldi Noregs ef ekki er spyrnt við fótum.