Taktu þátt

Ert þú sjálfstæðissinni í Evrópumálum og hefur þú áhuga á að taka þátt í að efla starf Heimssýnar? Það er margt sem þú gætir gert og hér eru nokkrar hugmyndir:

  • Líttu við á skrifstofu Heimssýnar, það vantar alltaf fleiri hendur.
  • Skráðu þig í Heimssýn (ef þú ert ekki þegar búin(n) að því).
  • Segðu fleirum frá Heimssýn og hvettu þá til að skrá sig.
  • Vertu óþreytandi við að fræða fjölskyldu, vini og nágranna um mikilvægi sjálfstæðis.
  • Prentaðu út og dreifðu greinum og bæklingum.
  • Ef þú vilt styrkja samtökin með hóflegu fjárframlagi er það mjög vel þegið.
  • Sendu okkur góðar hugmyndir og ábendingar.
  • Hringdu á skrifstofuna til að ræða málin.