Umsóknin afturkölluð eða þjóðaratkvæði um framhaldið

Fyrir alþingi liggur þingsálytunartillaga um að draga strax til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Tilagan er borin fram af þingmönnum úr öllum flokkum utan Samfylkingar. Þau Unnur Brá Konráðsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Gunnar Bragi Sveinsson og Birgitta Jónsdóttir bera fram tillöguna og benda þar á forsendubrest miðað við þá umsókn sem lögð var fram í fyrrasumar.

Þá hafa Framsóknarþingmennirnir Höskuldur Þórhallsson og Vigdís Hauksdóttir boðað að þau muni á næstunni flytja tillögu um að áframhald viðræðna verði háð samþykki þjóðarinnar í almennri atkvæðagreiðslu sem yrði samhliða kjöri til stjórnlagaþings.