Upptaka af fundi Heimssýnar í Norræna húsinu

Almennur fundur Heimssýnar markar upphaf þeirrar baráttu sem framundan er svo  standa megi vörð um fullveldi Íslands.  Heimssýn þakkar frummælendum á fundinum  fyrir málefnalega umræðu sem varpaði ljósi á hvernig stjórnmálaflokkarnir ætla að halda á því mikla deilumáli sem umsóknin um aðild að Evrópusambandinu er.  Ljóst er að það er mikið verk framundan að koma á framfæri upplýsingum til almennings um stöðu landa innan Evrópusambandsins og það fullveldisframsal sem innganga Íslands hefði í för með sér.  Heimssýn vill einnig þakka Páli Magnússyni fyrir að taka að sér stjórn fundarins.

Hér fyrir neðan má finna upptöku af fundi Heimssýnar þann 5. febrúar 2013 í Norræna húsinu.