Varnaðarorð Roman Herzog

Roman HertzogRoman Herzog, fyrrum forseti Þýskalands, og Luder Gerken rituðu í sameiningu grein í Welt am Sonntag, 14. janúar 2007 þar sem þeir lýsa áhyggjum sínum af þróun Evrópusambandsins:

“Sannleikurinn er sá að við erum að upplifa stöðuga og varasama tilfærslu valds frá aðildarríkjunum til ESB. Dómsmálaráðuneyti Þýskalands hefur borið saman lög þau sem sett voru í Þýskalandi á tímabilinu 1998 til 2004 og þau lög sem tekin voru upp í ESB á sama tímabili. Niðurstaðan er sú að 84% nýrra laga í Þýskalandi koma frá Brussel, en aðeins 16% koma frá Berlín. … Þvert á grundvallarregluna um þrískiptingu ríkisvaldsins, er lagasetning nú orðið í höndum framkvæmdavaldsins … Tölur þýska dómsmálaráðuneytisins sýna þetta mjög skýrt. Mestur hluti gildandi laga í Þýskalandi er lögleiddur af ríkisstjórninni, í ráðherraráðinu en ekki af þýska þinginu … Og því má spyrja hvort Þýskaland geti lengur kallast lýðveldi með þingbundinni stjórn, því þrískiptingu valdsins, sem er ein af grunnstoðum stjórnarskrárinnar í Þýskalandi, hefur verið óvirk við setningu meirihlutans af lögum landsins … Drög að nýjum sáttmála Evrópusambandsins gefa aðildarríkjum ekki svigrúm að endurheimta löggjafarvald á einstökum sviðum svo hamla megi vaxandi miðstýringu. Þvert á móti er haldið rakleiðis í átt að enn meiri miðstýringu … Flest fólk er almennt jákvætt gagnvart samþættingu Evrópu. En á sama tíma er fólk líka að fá það sterkara á tilfinninguna að eitthvað sé að fara úrskeiðis, að einhver ógagnsæ, flókin og risavaxin stofnun sé að þróast, sem er úr öllum tengslum við raunveruleg vandamál þjóða og venjur. Stofnun sem tekur til sín sífellt fleiri valdsvið; að þeir varnaglar sem lýðræðið setur valdinu séu ekki að virka: í stuttu máli, að það megi ekki halda áfram á þessari braut.”